top of page
Search

Auðgað umhverfi e. Enriched Environment

  • Writer: ingarosu
    ingarosu
  • Jun 29, 2024
  • 2 min read

Hvað er þetta og af hverju eigum við að útbúa það fyrir hundana okkar?

 

Auðgað umhverfi eða Enriched Environment er auðvelt að gera fyrir hundana okkar og er eitt af því sem hentar vel að gera þegar er vont veður úti eða annað sem veldur því að við getum ekki farið út með hundana okkar. Auðgað umhverfi er hægt að útbúa hvort sem er inni eða úti og hægt að hafa það einfalt eða flókið, allt eftir hvað hentar þér og þínum hundi. Hægt er að sníða það að hvolpum, stressuðum eða kvíðnum hundum og hundum með einhverskonar líkamlegar takmarkanir. Hér á ekki að notast við mat og í rauninni þarftu ekki að kaup neitt sérstakt dót fyrir þetta því aðbest er að nota það sem er til á heimilinu.

ree

Auðgað umhverfi snýst um að útbúa öruggt umhverfi fyrir hundinn til að kanna með nefinu og líkamanum svæði þar sem að búið er að setja fram áhugaverða hluti, stundum þarftu ekki einu sinni að gera neitt nema að opna bílskúrinn og leyfa hundinum að þefa. Þú sem eigandi/þjálfari átt ekki að segja eða gera neitt til að trufla hundinn í sinni vinnu.


Auðgað umhverfi er frábær leið til að umhverfis venja hvolpa, hægt er að notast við allskonar undirlag og leyfa þeim að öðlast sjálfstraust í að nota líkamann í að príla uppá og yfir hluti. Gott er að hafa í huga að hafa ekkert á svæðinu sem getur hrætt hvolpinn.

Þetta er líka frábært fyrir hunda sem eru stressaðir eða kvíðnir en þá þarf líka að hafa sérstaklega í huga að hafa ekkert á svæðinu sem getur hrætt hundinn. Þetta er hugsað til þess að byggja hundinn upp í sinni eigin könnun á heiminum og að hann fái sjálfstraust í að taka eigin ákvarðanir og þori að skoða eitthvað nýtt.


Dæmi um hluti sem er hægt að nota og henta flestum stærðum og gerðum af hundum, athugið listinn er ekki tæmandi og hægt að nota ímyndunaraflið eins og hægt er:

  • Föt af fjölskyldumeðlimum, sokkar eru sérstaklega vinsælir en þá þarf að athuga að það sé ekki hætta á að hundurinn éti þá

  • Skór, sama málið og með sokkana

  • Hægt er að setja volgt vatn í skálar og krydd í þær til að búa til allskonar lykt

  • Lykt af öðrum dýrum – á nágranninn kött?

  • Hluti sem þarf að stíga yfir – bambusprik, húlahringir og annað virkar vel hér

  • Leikföng sem hætt er að nota – ef hundurinn er kvíðinn þarf að passa að það gefi ekki frá sér hljóð ef hann rekst í það

  • Heimilisáhöld – ágætis leið til að kynna ryksuguna til leiks eða sópinn


Umfram allt er tilgangurinn að hundurinn byggi upp forvitni og sjálfstraust og að þið hafið gaman saman.

 
 
 

Comments


bottom of page